Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Paff býður félagsmönnum í SVÞ glæsileg vildarkjör á samskiptabúnaði, s.s. heynartólum fyrir tölvur, síma og fjarvinnuna!

Kynntu þér úrvalið á Pfaff.is/samskiptabunadur

Til að nýta vildarkjörin vinsamlegast hafið samband við Reyni Reynisson í netfangið rr(hjá)pfaff.is eða komið og hittið á hann í versluninni við Grensásveg 13. Mælt er með að fá ráðgjöf við valið.

Fyrstu nemar brautskráðir úr fagnámi verslunar og þjónustu við Versló

Fyrstu nemar brautskráðir úr fagnámi verslunar og þjónustu við Versló

Fyrstu nemendur brautskráðust úr fagnámi verslunar og þjónustu í Verzlunarskóla Íslands nú fyrir jólin. Í umfjöllun í Morgunblaðinu og á Mbl.is lýstu nemarnir mikilli ánægju með námið.

Námið er 90 einingar og fer fram í lotum. Það hófst í janúar í fyrra fyrir tilstilli SVÞ og VR sem leituðu til Versló og í kjölfarið var myndaður þróunarhópur. Um 20 nemendur eru nú í náminu.

Sjá umfjöllun hér á Mbl.is

Sjá umfjöllun hér á baksíðu Morgunblaðsins (aðgengilegt fyrir áskrifendur)

Aldrei meiri velta í verslunum og netverslun springur út!

Aldrei meiri velta í verslunum og netverslun springur út!

Í umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi þann 3. janúar, og á Vb.is er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ. Þar kemur fram að heildarversla í íslenskum verslunum í nóvember var 46 milljarðar og hefur aldrei verið meiri og annað met var slegið þar sem hlutfall netverslunar fór upp í 17%.

> Sjá um umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar hér

> Sjá umfjöllun á Vísi hér

> Sjá umfjöllun á Vb.is hér