Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2021 var haldinn 19. maí s.l. Gestur fundarins var Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Dagný Jónsdóttir, formaður SH hóf umræðuna með því að draga saman helstu staðreyndir um stöðu einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja innan heilbrigðiskerfisins. Vakti hún m.a. athygli á því að um þriðjungur árlegra heimsókna sjúklinga til læknis eru til þess hóps sem eru aðilar að Samtökum heilbrigðisfyrirtækja. Þau tækju hins vegar einungis til sín um 5% af því fjármagni sem hið opinbera ver til heilbrigðismála. Sérgreinalæknar og fyrirtækin sem þeir væru með á bak við sig væru því „þriðja stoðin“ í heilbrigðiskerfinu og hefðu því miklu hlutverki að gegna. Þá gerði Dagný að umtalsefni þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í viðræðum Læknafélags Reykjavíkur, f.h. sérgreinalækna, við Sjúkratryggingar Íslands, en þeir hafa verið samningslausir síðan haustið 2019.

Bjarni greindi frá þeim áherslum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt á þegar flokkurinn hefði farið með heilbrigðismálin. Vísaði m.a. í að Sjúkratryggingum Íslands var falið samingshlutverkið í tíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem heilbrigðisráðherra og þegar ákveðið var að fjármagn fylgdi sjúklingum í heilsugæslunni sem gert var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Bjarni svaraði síðan fjölmörgum fyrirspurnum frá fundarmönnum sem allar litu með einum eða öðrum hætti að þeirri þröngu stöðu sem uppi er í samskiptum sjálstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðiskerfinu við hið opinbera.

Dagný Jónsdóttir var endurkjörin formaður SH til næsta starfsárs. Í stjórn til næstu tveggja ár voru kjörnir þeir Kristján Guðmundsson og Sigurður Ingibergur Björnsson, Varamenn í stjórn eru áfram þeir Stefán E. Matthíasson og Þórarinn Guðnason.

Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð

Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð

Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt.

Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun.

Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.

Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ FREKARI UPPLÝSINGAR, DAGSKRÁ OG SKRÁ ÞIG

 

Fræðslupakki og verkfærakista fyrir umhverfis- og loftslagsstefnu

Fræðslupakki og verkfærakista fyrir umhverfis- og loftslagsstefnu

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, hefur gefið út heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem gerir litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum.

Þessi heildstæði pakki gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið og mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og er aðlagað að íslenskum raunveruleika með raundæmum úr íslensku atvinnulífi.

Markmið Festu er að það sé engin fyrirstaða fyrir því að hefja vegferð í loftslags- og umhverfisvænum rekstri.

SVÞ hvetur aðildarfyrirtæki sín til að kynna sér og nýta fræðsluna og verkfærakistuna, sem nálgast má hér:  Samfelagsabyrgd.is/frettir/fraedslupakki-gjof-fra-festu

 

Vínverslunin lögleg vegna EES samningsins

Vínverslunin lögleg vegna EES samningsins

Í umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 14. maí fagna SVÞ starfsemi frönsku netverslunarinnar Santewines og segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ jafnframt vona að hún verði upphafið á endalokunum á löngu úreltu kerfi.

Í umfjölluninni segir m.a.: “Erlendar netverslanir hafa um langt árabil selt áfengi til íslenskra neytenda og byggist slíkt einfaldlega á einni grunnstoð EES samningsins, það er, um frjálst flæði vöru. Íslenskir neytendur hafa nýtt sér þennan möguleika í auknum mæli á undanförnum árum. Eini munurinn í þessu máli er að hér er hin franska netverslun með vörulager á Íslandi og verður að telja að bann við slíku færi gegn tilgreindu ákvæði EES samningsins. Að þessu sögðu verður ekki annað séð en hér sé um fyllilega löglega starfemi að ræða.”

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI

Tollmiðlaranámskeið

Tollmiðlaranámskeið

Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um utanumhald og framkvæmd á námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld.

Kennarar eru sérræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands og er nú í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið í fjarnámi.

Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.promennt.is/is/namsleidir/markads-og-solunam/tollmidlaranamskeid