„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins

„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins

Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum, og viðgerðarþjónusta verður aðgengilegri, gegnsærri o.fl.

Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun ESB og aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi og er viðbót við löggjöf ESB sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri neyslu.

Tilskipunin felur í sér kröfur um að söluaðilar (framleiðendur) verði að laga vörur sem er hægt að laga samkvæmt lögum ESB; stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli (tímarammar, verð o.s.frv.); stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur eiga að geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.

Tilskipunin er merkt EES-tæk og því má búast við því að innan tíðar hefjist upptökuferli hennar í EES-samninginn og í kjölfarið verði íslenskum lögum breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar.

Sjá nánar frétt HÉR! 

Nýjar kröfur ESB um upplýsingar í sjóflutningum

Nýjar kröfur ESB um upplýsingar í sjóflutningum

ICS2 kerfið tekur til sjóflutninga 3. júní 2024
Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi og bæta áhættugreiningu á vörusendingum. Nýja kerfið mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB. Fyrirtæki þurfa að veita nákvæmari upplýsingar um vörusendingar áður en þær eru fluttar út.

Hvað er ICS2?
ICS2 er kerfi ESB sem geymir upplýsingar um vörusendingar áður en þær fara inn fyrir landamæri ESB. Fyrirtæki sem flytja vörur til eða í gegnum ESB, Noreg, Norður-Írland og Sviss sjóleiðina þurfa að uppfylla kröfur ICS2 til að forðast tafir í vöruflutningum.

Breytingar og afleiðingar
Nú þarf að skila ítarlegri upplýsingum um útfluttar vörur rafrænt með aðflutningsyfirlitsskýrslu (ENS). Ef upplýsingum er ekki skilað á réttum tíma stöðvast vörusendingin, tollafgreiðsla verður ekki framkvæmd og mögulega verða viðurlög.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið upp nýjar reglur en útflytjendur eru hvattir til að kynna sér kröfur erlendra tollyfirvalda.

Sjá nánari upplýsingar frá vef Skatturinn.is HÉR!

Temu er risi á markaðnum | RÚV

Temu er risi á markaðnum | RÚV

„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn“

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í fréttatíma RÚV í kvöld þar sem hann sagði m.a. að uppgangur kínverska netverslunarrisans Temu í Danmörku gefi til kynna hvernig þróunin getið orðið hér á landi.

Temu hefur rutt sér til rúms á skömmum tíma um álfuna, með lágu vöruverði og miklu úrvali.

Andrés segir að Temu hafi í raun ekki hafið markaðssetningu hér á landi en fróðlegt verði að fylgjast með þróuninni.

„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn, með markaðskapital upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, nokkuð sem aldrei hefur sést áður. Í samanburði hafi markaðsfé AliExpress á sínum tíma verið smámunir.“

Sjá alla frétt og viðtal við Andrés inn á RÚV.is

Útskrift frá fagnámi verslunar og þjónustu 2024

Útskrift frá fagnámi verslunar og þjónustu 2024

Fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands útskrifar 2 nemendur í ár.

Fagnám Verslunarinnar er nám á framhaldsskólastigi ætlað starfsfólki í verslun. Fagnám er fyrir starfandi verslunarfólk sem býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.

Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

Námið er hýst í Verslunarskóla Íslands.

Núna í vor voru útskrifaðir tveir nemendur, þeir eru starfsmenn Krónunnar.

  • Sigrún Elva Gunnarsdóttir
  • Sigurður K. Guðmundsson

Markmið námsins er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlun.

Upplýsingar um námið má finna hér.

Mynd: Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, Sigrún Elva Gunnarsdóttir,  Sigurður K. Guðmundsson og Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Verslunarskóla Íslands.

Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birtir í dag niðurstöður frá netverslun Íslendinga á fötum.

Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð.

Viðskiptahættir okkar eru fjölbreyttir og breytast með tímanum.

Nýjasta könnun RSV sýnir að sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, við hættum ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.

Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun.

  • Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa.
  • Tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.
  • Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar (eingöngu einstaklingar) flytja inn, eru föt eða skór (45,5%).
  • Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023.
  • Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.

Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu Veltan.is.

Tollasamningur við Kína undirritaður

Tollasamningur við Kína undirritaður

Viðskiptablaðið greinir í dag frá nýundirrituðum tollasamningi Íslands við Kína.

Í frétta blaðsins kemur m.a. fram að fyrr í þessum mánuði skrifuðu kínversk tollayfirvöld og ríkisskattstjóri undir svokallaða AEO-vottun á tollaráðstefnu í Shenzhen í Kína. Samhliða samkomulaginu sem Kína gerði við Ísland var einnig undirritaður svipaður samningur við afríska ríkið Búrúndí.

AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.

Að sögn skattsins er kerfinu er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í þessari vörukeðju geta sótt um að hljóta slíka vottun.

SMELLA HÉR fyrir alla greinina.