Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

SVÞ fagnar nýju tölvuleikjanámi hjá Keili

Tölvuleikjanám-hjá-Keili-SVÞ

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu fagna samkomulagi um nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð sem boðið verður upp á hjá Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs frá næsta hausti.  

Um leið og samtökin óska Keili til hamingju, lýsa þau sérstakri ánægju sinni með aðkomu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálamálaráðherra að málinu,  enda brýtur námsleiðin blað í sögu framhaldsmenntunar á Íslandi. Námið er til merkis um breyttar áherslur í menntamálum og aukið samstarf menntakerfisins og atvinnulífsins. 

Tölvuleikjaiðnaðurinn á heimsvísu veltir í dag meira en  bæði kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn og er spáð áframhaldandi vexti. Ísland á nú þegar öflug fyrirtæki í þessum geira, en með þessu skrefi opnum við möguleika á enn meiri þátttöku Íslands í þessum öfluga iðnaði. Námið verður að auki fjölbreytt og hagnýtt og má leiða líkum að því að það nýtist nemendum ekki bara í tölvuleikjaiðnaðinum heldur í ýmsum skapandi greinum. 

Að auki ber að fagna námsframboði sem þessu sem líklegt er að höfði til hópa sem í dag virðast ekki finna sig í hefðbuna skólakerfinu. Á það sérstaklega við um drengi, en brottfall þeirra úr framhaldsnámi veldur miklum áhyggjum. 

Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu.  

Exit mobile version