Sjálfstæðir skólar óska Tjarnarskóla innilega til hamingju með 40 ára afmælið!
Tjarnarskóli hefur í fjóra áratugi verið einstakur vettvangur þar sem nemendur fá að blómstra í hlýlegu og hvetjandi umhverfi. Frá stofnun skólans árið 1985 hafa Margrét Theodórsdóttir, María Solveig Héðinsdóttir og allt starfsfólk lagt metnað sinn í að skapa skólasamfélag þar sem hver og einn nemandi fær stuðning við að vaxa og dafna, bæði í námi og persónulegum þroska.
Einkunnarorð skólans, „Allir eru einstakir“ og „Lítill skóli með stórt hjarta“, endurspegla þann kærleika, virðingu og fagmennsku sem einkenna starf skólans. Áhersla á einstaklingsmiðað nám, vellíðan og uppbyggjandi samskipti hefur gert Tjarnarskóla að mikilvægu og dýrmætu samfélagi fyrir fjölda nemenda í gegnum tíðina.
Við hjá Sjálfstæðum skólum viljum nota þetta tækifæri til að þakka Tjarnarskóla fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til skólasamfélagsins í gegnum árin.
Við óskum Tjarnarskóla, kennurum, starfsfólki, nemendum og foreldrum hjartanlega til hamingju með tímamótin og óskum þeim velfarnaðar á komandi árum.
Til hamingju með afmælið!
Sjálfstæðir skólar
______
Mynd: Frá vinstri, Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi Regnbogans,Margrét Theodórsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Tjarnarskóla og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Ísaksskóla