Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Afmæliskveðja til Vinagarðs

Leikskólinn Vinagarður – 50 ára

Sjálfstæðir skólar óska Leikskólanum Vinagarði innilega til hamingju með 50 ára afmælið.

Vinagarður hefur frá 1975 verið einstakur hluti uppeldis- og menntasamfélags í Reykjavík. Skólinn á rætur í starfi KFUM og KFUK og byggir á kristnum gildum, vináttu og tengingu við náttúruna. Þessar áherslur hafa skapað traust, hlýtt og fræðandi umhverfi þar sem börn fá að kanna, læra og njóta í nálægð við lífríki Laugardalsins.

Á afmælisdaginn var nýtt merki skólans afhjúpað, hannað af foreldri og grafískum hönnuði. Merkið sameinar tákn vináttu, náttúru og kristinnar trúar og endurspeglar gildi Vinagarðs á fallegan og einfaldan hátt.

Sjálfstæðir skólar fagna tímamótunum og óska Vinagarði áframhaldandi gæfu í starfi með börnum og fjölskyldum í Reykjavík.

Til hamingju með afmælið


Á myndinni sést Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, afhjúpa nýtt merki Vinagarðs

Exit mobile version