Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Áslaug Hulda Jónsdóttir endurkjörin formaður SSSK

Á aðalfundi SSSK sem haldinn var miðvikudaginn 27. apríl síðast liðinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins var Áslaug Hulda Jónsdóttir endurkjörin formaður SSSK og Ólöf Kristín Sívertssen fagstjóri Skóla ehf. var endurkjörin varaformaður.
Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir: Ída Jensdóttir skólastjóri leikskólans Sjálands,  Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri Barnaheimilinu Ós og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.

Endurkjörnir voru sem varamenn: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Snorri Traustason, skólastjóri Waldorfskólanna Sólstafir Höfn.

Skoðunarmenn voru kjörnir:  Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.

Margrét Theodórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla stýrði fundi.

Að loknum aðalfundarstörfum létti Edda Björgvinsdóttir fundarmönnum lundina með skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri.

Nýkjörin stjórn, á myndina vantar Snorra Traustason.

Exit mobile version