Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ert þú alveg kjörin/n í stjórn SVÞ?

Ert þú kjörin_n_

Óskað er eftir framboði til formanns SVÞ, fjögurra meðstjórnenda í stjórn SVÞ og fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.

Taktu þátt í að móta framtíðina í kjölfar heimsfaraldurs…

Heimsfaraldur COVID-19 hefur nú haft gríðarleg áhrif á starfsemi fyrirtækja í tæpt ár. Hvað tekur við að faraldrinum afstöðnum? Hver verða langtímaáhrifin? Munu viðskiptahegðun og neyslumynstur fólks verða gerbreytt?

Faraldurinn mun með einum eða öðrum hætti hafa afgerandi áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja næstu ár og um ókomna framtíð. Helstu sérfræðingar eru sammála um að lykillinn að endurreisn efnahagskerfa heimsins liggi í stafrænni umbreytingu. Hvað getum við gert til að styðja fyrirtækin okkar á þessum róstursömu tímum? Hvernig getum við stutt fyrirtækin okkar á stafrænni vegferð?

Stjórn SVÞ hefur vakandi auga með breytingum sem verða á viðskiptaumhverfi fyrirtækja í verslun og þjónustu. Með setu í stjórn samtakanna gefst þér tækifæri til að hafa áhrif á áherslur SVÞ. Þín þátttaka getur skipt sköpum.

Ertu ekki alveg kjörin/n?

Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna. Kjörgengir eru stjórnendur og stjórnarmenn í aðildarfyrirtækjum samtakanna.

Formaður SVÞ er kjörinn til tveggja ára.

Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára og einn til eins árs.

Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.

Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 18. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 25. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 18. mars nk.

Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.

Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2021/2022:

Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Einn meðstjórnandi mun ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi og í hans stað þarf að kjósa nýjan meðstjórnanda til eins árs.

Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is. Það nægir að senda upplýsingar um nafn, starf og fyrirtæki ásamt tilnefningu, eða yfirlýsingu um framboð. Haft verður samband við frambjóðendur í kjölfarið varðandi fyrirkomulag framboðsins og kosninganna að öðru leyti.

Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 18. febrúar 2021.

Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.

Kjörnefnd SVÞ

Exit mobile version