SVÞ boðar til félagsfundar um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.
Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.
Oops! We could not locate your form.