Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Fjölmenni á málþingi um annmarka á ríkiskaupum í heilbrigðisþjónustu

Fjölmenni var á Hótel Reykjavík Natura sl. þriðjudag þar sem fjallað var um annmarka við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Að málþinginu stóðu stærstu viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands: Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara og Tannlæknafélag Íslands. 

Á málþinginu kynnti Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG niðurstöður greiningar fyrirtækisins á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem benda til mikilla brotalama í innkaupaferlum ríkisins við kaup á þessari þjónustu 

Í skýrslunni kemur m.a. eftirfarandi fram: 


Vantrausti lý
st á gallað fyrirkomulag

Niðurstöður skýrslunnar voru ennfremur staðfestar í máli frummælenda, forsvarsmanna ofangreindra félaga auk Daggar Pálsdóttur, hæstaréttarlögmanns og lögmanns Læknafélags Íslands. Í grein sem birtist sl. mánudag höfðu fulltrúar félaganna jafnframt lýst yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup á heilbrigðisþjónustu og krafist þess að stjórnvöld gripu inn í áður en varanlegar skemmdir yrðu á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. 


V
innubrögð SÍ gagnrýnd

Í máli frummælenda kom ítrekað fram gagnrýni á vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands í viðræðum við aðila um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og staðfestu þar með flest af því sem kom fram í skýrslu KPMG. Þau atriði sem einkum hlutu gagnrýni voru þau að samningaferli stofnunarinnar þykir óskýrt, misræmi tí undirbúningi og gerð samninga, lítil formfesta sé við samningsgerð og vantraust ríki í samskiptum auk þess sem misræmi sé milli verðlagningar og kröfulýsingar. Af því sem hér kemur fram má ráða að flest, sem aflaga getur farið í samskiptum Sjúkratrygginga Íslands við viðsemjendur stofnunarinnar, geri það. Umræður á málþinginu endurspegluðu þessa stöðu mjög vel og sú skýlausa krafa var uppi að stofnunin tæki þegar upp ný og bætt vinnubrögð.  

Þeir sem að málþinginu stóðu hvetja stjórnvöld og stofnanir til að skoða vel þær ábendingar sem þar komu fram og beita sér fyrir því að koma á samskiptum og samningaviðræðum milli aðila sem byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu. Með því móti verði ferlið við kaup á heilbrigðisþjónustu markvissara, þannig að fjármagn nýtist sem best við að hámarka gæði og þjónustu fyrir notendurna, sem er meginmarkmið okkar allra. 

Exit mobile version