Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Frá fundi um búvörusamninga og hagsmuni neytenda

Samtök verslunar og þjónustu stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 1. mars undir yfirskriftinni „Skipta búvörusamningar neytendur máli?“ásamt Félagi atvinnurekenda, Viðskiptaráði Íslands, Neytendasamtökunum, ASÍ, Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Samtökum skattgreiðenda og Öryrkjabandalagi Íslands.

Framsögu hafði Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Beindi Daði Már sjónum að því hvort hagsmuna neytenda væri gætt í nýjum búvörusamningum. Í framsögu Daða Más kom m.a. fram að kjúklingaræktin hér á landi fengi í raun 66% stuðning í formi tollverndar, þrátt fyrir að ekki væri um neinn beinan stuðning við greinina að ræða. Daði Már var gagnrýninn á þá skort á framsýni f.h. landbúnaðarins sem birtist í nýgerðum búvörusamningum og sagði að þær breytingar sem þó væri lagt upp með gerðust mjög hægt. Á fyrstu fimm árum samningsins yrðu t.a.m. engar raunverulegar breytingar á því styrkjafyrirkomulagi sem greinin hefði búið við undanfarna áratugi.

Hér má nálgast glærur Daða Más Kristóferssonar.

Að lokinni framsögu var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.

Í pallborði sátu:
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Reifuðu þau niðurstöður í erindi Daða Más og svöruðu fyrirspurnum fundargesta ásamt framsögumanni.

Fundarstjóri var Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu

Umfjöllun í fjölmiðlum:
visir.is
mbl.is
Stöð 2
RÚV

Exit mobile version