Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ

Hagsmunahópur bókhaldsstofa - HB

Föstudaginn 11. júní sl. var Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ. Hópurinn var stofnaður í samráði við Félag bókhaldsstofa og mun hagsmunagæsla fyrir bókhaldsstofur með því færast frá FBO til SVÞ. FBO mun eftir sem áður annast mikilvægt fræðslu- og upplýsingahlutverk fyrir bókhaldsstofur og bókara. Tilgangur hópsins að gæta hagsmuna bókhaldsstofa, skapa faglegan og gagnsæjan vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari gagnvart opinberum aðilum. Lögaðilar innan SVÞ sem annast rekstur bókhaldsstofu geta verið aðilar að hópnum.

Í þessari fyrstu stjórn hópsins sitja:

Erla Jónsdóttir, Lausnamið ehf.
Jón Þór Eyþórsson, Reikningshald og skattskil ehf.
Rannveig Lena Gísladóttir, Húnabókhald ehf., formaður
Sigfús Bjarnason, Bókhald og þjónusta ehf.
Sigurjón Bjarnason, Skrifstofuþjónustu Austurlands ehf.

Exit mobile version