Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Hin stóra áskorun

Andrés Magnússon skrifar í Kjarnann, 29. desember sl.: 

Fyr­ir­tæki í verslun og þjón­ustu standa nú frammi fyrir meiri og stærri breyt­ingum í öllu rekstr­ar­um­hverfi sínu, en nokkru sinni fyrr. Breytt neyslu­hegðun alda­mó­ta­kyn­slóð­ar­innar (e. X and Y gener­ation) og breytt krafa hennar til þjón­ustu hvers konar mun hafa og hefur raunar þegar haft í för með sér miklar breyt­ingar í verslun og þjón­ustu. Breyt­ingar þessar ger­ast svo hratt að menn mega hafa sig allan við að fylgj­ast með og óhætt er að full­yrða að breyt­ing­arnar munu ger­ast á enn meiri hraða á allra næstu árum. Það er nákvæm­lega ekk­ert sem bendir til ann­ars.

En hvaða breyt­ingar eru handan við horn­ið? Það eru fjöl­mörg stór við­fangs­efni sem fólk í þessum atvinnu­greinum stendur nú frammi fyr­ir. Meðal ann­ars má nefna:

Allt eru þetta mál sem þegar eru ofar­lega í umræð­unni innan versl­un­ar- og þjón­ustu­geirans í nágranna­löndum okk­ar. Fyrir fyr­ir­tæki í verslun og þjón­ustu á Íslandi er lífs­spurs­mál að vel með þró­un­inni og aðlaga sig að þess­ari nýju tækni og þessum stóru breyt­ingum til að við­halda sam­keppn­is­stöðu sinni.

Allt þetta leiðir okkur svo að því stóra og aðkallandi máli; Hvernig er mennta­kerfið okkar í stakk búið að takast á við þann nýja veru­leika sem við blasir? Þær breyt­ingar sem hér hafa verið gerðar að umræðu­efni munu kalla á breytta hugsun og breytt vinnu­brögð innan mennta­kerf­is­ins svo búa megi starfs­fólk fram­tíð­ar­innar undir nýjan veru­leika. Og mennta­kerfið verður að bregð­ast strax við, ekki eftir tvö ár eða tíu, því tækni­þró­unin í atvinnu­líf­inu geys­ist áfram á ógn­ar­hraða.

Rétt við­brögð mennta­kerf­is­ins við þeim breyt­ingum sem við bla­sa, skipta sköpum um það hvernig íslenskum fyr­ir­tækjum í verslun og þjón­ustu mun reiða af í þeim breytta veru­leika sem við blas­ir. Þarna verða allir að stefna í sömu átt, stjórn­völd, sam­tök atvinnu­rek­enda og sam­tök laun­þega. Þetta er hin stóra áskorun sem við blasir í upp­hafi árs 2019.

Exit mobile version