Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Hver Íslendingur ver að jafnaði tæplega 60.000 kr. til jólainnkaupa í ár!

Áfram horfur á góðri jólaverslun í ár samkvæmt spá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Mikið hefur verið rætt um áhrif kóróna-veirufaraldursins á efnahagslíf í landinu undanfarið og þá ekki síst þegar kemur að verslun.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag skýrslu um væntanlega jólaverslun í ár. Þar segir m.a. að þrátt fyrir að spáin í ár geri ekki ráð fyrir að jólaverslun taki stökk, líkt og í fyrra, gerir hún ráð fyrir aukningu í innlendri verslun.

Það er mat RSV að horfur séu áfram á góðri jólaverslun í ár. Verðhækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum munu þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verður minni en ella.

Þá gerir spá RSV ráð fyrir því að verslun yfir jólamánuðina verði 59.715 kr. meiri á mann miðað við aðra mánuði ársins, sem gera rúmlega 238.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA SPÁ RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR UM JÓLAVERSLUN 2021

Exit mobile version