Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ísland eftirbátur samanburðalandanna í stafrænni þróun.

Ísland eftirbátur samanburðalanda í stafrænni þróun

Ísland er langt á eftir því sem er að gerast í samanburðarlöndunum hvað varðar stafræna þróun í verslunar- og þjónustugeiranum.

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 19:00 í kvöld.

„Það er skylda okkar að stíga rækileg skref svo við verðum ekki áfram eftirbátur samanburðarlandanna hvað þetta varðar. Í grunninn snýst þetta um að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar,“ segir Andrés og bætir við að Samtök verslunar og þjónustu hafi lagt mikla áherslu á þennan málaflokk á undanförnum misserum.

Sjá allt viðtalið við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ inná HRINGBRAUT
SMELLIÐ HÉR! (hefst á 15:50)

Exit mobile version