Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Mikil breyting á vinnumarkaði | Viðskiptablað Morgunblaðsins

Mikil breyting á vinnumarkaði Andrés Magnússon SVÞ

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI um mikla breytingu á vinnumarkaði.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall erlendra ríkisborgara sem búsettir eru í sveitarfélögum í kringum höfuðborgarsvæðið hefur tvöfaldast frá miðju ári 2010.

Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að á þeim tíma sem hann hefur verið framkvæmdastjóri SVÞ hefur aldrei verið kvartað jafn mikið yfir erfiðleikum við að ráða starfsfólk til starfa. Og þá sérstaklega fólk sem stenst sérstakar hæfniskröfur.

Andrés bendir einnig á að ef að við tökum heildsölu og smásöluverslanir sérstaklega þá eru þessar greinar að ganga í gegnum umbreytingu á stafrænu tækninni sem eru meiri en við höfum séð áratugum saman.  Það á ekki einungis við um Ísland heldur stöðuna allstaðar í Evrópu.  Þetta kallar á breyttar hæfniskröfur á starfsfólki og þetta er ein af þremur stærstu áskorunum sem blasir við greininni.  Hinar tvær eru stafræn umbreyting og sjálfbærni.

SMELLTU HÉR til að nálgast alla greinina.

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Exit mobile version