Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ný löggjöf um greiðslumiðlun er handan við hornið

Áður óþekkt tækifæri fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki

Ný lög um greiðsluþjónustu munu taka gildi hér á landi innan skamms. Hér er um að ræða innleiðingu á s.k. Payment Service Directive 2 (PSD2) sem er Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, sem er búin að vera í undirbúningi um árabil. Gildistaka þessarar tilskipunar er árangur af áralangri baráttu Evrópusamtaka verslunarinnar, EuroCommerce, gegn of háum þjónustugjöldum af greiðslumiðlun og of miklum samkeppnishindrunum á því sviði.

Fræðslufundur á vegum SVÞ um þetta málefni var haldinn 23. janúar s.l. þar sem frummælendur voru þeir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga og Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofnu bankanna.

Eins og fram kom í máli þeirra tveggja hefur gildistaka þessara nýju laga grundvallarbreytingar í för með sér fyrir alla greiðslumiðlun. Samkeppni á þeim markaði mun aukast að mun með tilkomu nýrra þjónustuveitenda, sem munu veita hefðbundnum greiðslumiðlunarfyrirtækjum beina samkeppni. Meðal tækifæra sem hin nýja löggjöf mun færa verslunar- og þjónstufyrirtækjum er:

a. Rauntíma uppgjör;
b. Stórfelld lækkun á þóknunum vegna færslna;
c. Minni hætta á sviksemi.

Samtök verslunar og þjónustu hvetja aðildarfyrirtæki sín til að fylgast náið með þróun þessar mála, en þessi fræðslufundur var aðeins fyrsta kynning á málinu. Samtökin munu halda áfram að upplýsa félagsmenn eftir því sem tilefni gefst til en stefnt er að því að ný lög um greiðsluþjónustu taki gildi hér á landi í byrjun næsta árs.

Meðfylgjandi eru glærur frummælenda:

Glærur Georgs Lúðvíkssonar
Glærur Friðriks Þórs Snorrasonar

Exit mobile version