Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Öflugt nýtt stjórnarfólk í SVÞ

Ný stjórn SVÞ 2021

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var kosið til fjögurra sæta meðstjórnenda en aldrei hafa jafnmargir boðið sig fram í stjórn samtakanna, eða tólf frambjóðendur.

 

Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru:

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1

Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku

Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Regins og Smáralinda

 

Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips

 

Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands var endurkjörinn til næstu tveggja ára.

 

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2021-2022:

 

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, formaður

Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips

Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1

Kjartan Örn Sigurðsson, Verslanagreining

Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Regins og Smáralindar

 

„Það er ánægjulegt að fá svona öflugt fólk til liðs við okkur. Um leið og við bjóðum þau velkomin til starfa þökkum við fráfarandi stjórnarfólki kærlega fyrir samstarfið,” segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.

Exit mobile version