Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023

Skatturinn vekur athygli í dag á nýrri tilkynningu embættisins vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja:
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023 | Áhættusöm ríki | Skatturinn – skattar og gjöld.

Er þessi listi að jafnaði uppfærður þrisvar á ári.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 24. febrúar um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Barbados
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Gíbraltar
Haítí
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Malí
Marokkó
Mjanmar/Búrma
Mósambík
Nígería
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður Afríka
Suður-Súdan
Sýrland
Tansanía
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

SJÁ NÁNAR Á VEF RÍKISSKATTSTJÓRA

Exit mobile version