Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Taktu daginn frá – Aðalfundur og ráðstefna SVÞ 14. mars 2019

Aðalfundur SVÞ verður haldinn fimmtudaginn 14. mars nk.

Að venju verður haldin vegleg ráðstefna í tengslum við aðalfundinn síðar um daginn. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica. Aðalfyrirlesari verður Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.

 

Taktu daginn frá!

 

Um Greg Williams:

Greg Williams er virtur sérfræðingur þegar kemur að tæknibreytingum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar í heild. Í starfi sínu sem aðalritstjóri tímaritsins WIRED hittir Greg frumkvöðla, hugsuði, vísindafólk, athafnafólk og skapandi fólk sem er að breyta heiminum og skrifar um fjölmörg málefni á borð við nýsköpun, tækni, viðskipti, sköpun og hugmyndir.

Auk þess að stýra WIRED hefur Greg skrifað fyrir miðla á borð við The Guardian, Obeserver, Arena, The Face, Details og Newsweek. Hann er einnig höfundur fimm skáldsagna undir nafninu Gregory Lee. Ritgerð hans um taugahagfræði (e. neuroeconomics) birtist nýlega í bókinni ‘Connecting Minds, Creating the Future’ ásamt aðilum á borð við Hans Rosling og Bill Gates.

Sem ráðgjafi hefur Greg unnið með fyrirtækjum í orkugeiranum, samskiptum, fjármálum, tísku, tækni og smásölu. Meðal verkefna hans hjá WIRED er að ritstýra árlegri útgáfu blaðsins um það sem búast má við á komandi ári, The WIRED World.

Greg hefur talað víða um heim, m.a. hjá Strelka Institue í Moskvu, Instite of Practicitioners in Advertising í London og hjá Oxford háskóla. Hann hefur stýrt pallborðsumræðum með stjórnendum FTSE 100 og Fortune 500 fyrirtækja m.a. á Advertising Week Europe og fyrir LinkedIn á Cannes Lions.

Greg hefur einstaka hæfileika til að flétta saman sagnahæfileika sína og djúpa þekkingu á framtíð tækni og viðskipta. Saman gerir þetta honum kleift að setja flóknar hugmyndir fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og undirbúa áheyrendur undir það sem koma skal.

Frekari upplýsingar og skráning síðar. Fylgstu vel með!

Exit mobile version