Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Tvær meginástæður fyrir dagvöruverðshækkanir

Tvær meginástæður eru fyrir því að dagvöruverðshækkanir vegna faraldursins koma fyrst fram núna að sögn SVÞ.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að það eru tvær meginástæður fyrir því að verðlagshækkanir á innfluttri mat- og dagvöru eru að koma fram fyrst núna, en verslunarmenn segjast eiga miklar hækkanir í vændum frá sínum birgjum og hafa varað við yfirvofandi holskeflu verðhækkana í kjölfarið.

„Fyrir það fyrsta tekur tíma frá því að kornið er skorið á akrinum þar til það verður að fullbúinni neysluvöru. Þetta er töluvert ferli. Að sama skapi tekur það því tíma fyrir áhrifin af hrávöruverðshækkunum að koma fram í verðlagi neytendavara. Hitt er það að tilkynningar erlendra birgja um verðbreytingar berast svo til alltaf í upphafi árs. Heildsalarnir eru að fá þessar tilkynningar mjög mikið þá. Þannig hefur það alltaf verið,“ bendir Andrés á í viðtalinu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Exit mobile version