Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Upptaka frá fundi Litla Íslands: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Góður rómur var gerður að fundi Litla Íslands þriðjudagsmorguninn 27. nóvember, undir yfirskriftinni „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum kynnti Óttar Snædal, hagfræðingur SA, nýjar hagtölur Litla Íslands og fjórir aðilar sem reka minni fyrirtæki sögðu frá sínum rekstrarveruleika og ræddu svigrúm til launahækkana. Að lokum hélt Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar erindi og ræddi m.a. veruleika fyrirtækja á landsbyggðinni og landsbyggðina sem vænlegan búsetukost.

Streymt var frá fundinum á Facebook og má sjá upptökuna hér:

Exit mobile version