Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Útvistun verkefna – fögur fyrirheit en lítið um efndir

Andrés Magnússon Viðskiptablaðið 2021

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ bendir á í grein sinni er birtist í Viðskiptablaðinu þann 30.október 2021 að þrátt fyrir fögur fyrirheit kosningar eftir kosningar er báknið alls ekkert á leiðinni burt, umsvif hins opinbera hafa aukist verulega og meiri tregða en nokkru sinni fyrr er á að fela einkafyrirtækjum verkefni sem betur eru komin þar en hjá hinu opinbera.

Starfsemi hins opinbera teygir anga sína inn á æ fleiri svið þjóðfélagsins. Ríkisrekin félög og stofnanir eru enn virkir þátttakendur á samkeppnismarkaði og eftirlitsstofnunum hefur hreint ekki fækkað á undanförnum árum.

Engu virðist skipta þó mörgum stofnunum reynist örðugt að sinna lögboðnu hlutverki sínu með ásættanlegum hætti.

Áfram skal haldið og ekki slegið af.

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA GREININA Í HEILD SINNI

Exit mobile version