Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 16. mars 2023 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
– Ræða formanns SVÞ
– Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
– Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
– Lýst kosningu formanns SVÞ
– Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
– Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
– Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
– Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
Rétt er að athuga að á aðalfundi SVÞ 2022 var samþykkt tillaga stjórnar samtakanna um sameiningu Bílgreinasambandsins (BGS) og SVÞ. Samhliða og til bráðabirgða var samþykkt tillaga um að einum meðstjórnanda, hinum sjöunda, skyldi bætt við stjórn samtakanna starfsárið 2022/2023 sem yrði skipaður fulltrúa BGS og var fulltrúi sambandsins lýstur meðstjórnandi í stjí stjórn SVÞ á aðalfundinum. Frá og með aðalfundi 2023 verður stjórn SVÞ að nýju skipuð formanni og sex meðstjórnendum.
Kjörnefnd SVÞ 2023 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Framboðsfrestur rennur út 23. febrúar 2023.
Berist nefndinni fleiri en eitt framboð til formanns SVÞ, fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða senda aðildarfyrirtækjum 24. febrúar 2023.
Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2023 og þeim ljúki 14. mars 2023 kl. 12:00.
SKRÁNING Á AÐALFUND ER HAFIN!
SMELLIÐ HÉR!