Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Bandaríkin leggja 10% toll á íslenskar vörur – SVÞ hvetur til aðgerða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnt um innleiðingu 10% lágmarkstolls á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna, þar á meðal íslenskar vörur. Þessar aðgerðir munu hafa víðtæk áhrif á íslenskan útflutning og verslunar- og þjónustufyrirtæki sem treysta á bandaríska markaðinn.

Tollarnir taka gildi í tveimur áföngum:

Þó að Ísland falli í lægsta tollflokkinn, mun þessi þróun hafa neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á bandarískum markaði. Evrópusambandið hefur lýst yfir samningsvilja en boðað sterk viðbrögð ef ekki næst samkomulag við Bandaríkin.

Sjá nánari frétt og samantekt frá SA hér! 

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hvetja íslensk stjórnvöld til að tryggja hagstæð skilyrði fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þessara breytinga. Við munum fylgjast náið með þróun mála og veita aðildarfyrirtækjum okkar uppfærðar upplýsingar og leiðbeiningar eftir því sem málin skýrast.

Exit mobile version