Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir í BS-nám í Stjórnun í verslun og þjónustu á vorönn 2026. Námið er sérhannað fyrir þá sem starfa í verslunar- og þjónustugreinum og vilja efla hæfni sína í stjórnunar- og rekstrarhlutverkum innan einnar stærstu atvinnugreinar landsins.
Námið er sveigjanlegt og aðgengilegt — engin skólagjöld, engin mætingaskylda og fyrirlestrar aðgengilegir hvar og hvenær sem er. Þetta gerir þátttakendum kleift að samræma vinnu og nám á eigin forsendum. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember – nánari upplýsingar má finna HÉR!
BS-námið í Stjórnun í verslun og þjónustu veitir traustan grunn að stjórnunarstarfi og styður við starfsþróun bæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Samkvæmt nýlegri grein SVÞ starfar fjórði hver Íslendingur í verslun og þjónustu, en samt er algengur misskilningur að störf í greininni séu aðeins byrjunarstörf.
„Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ.
Námstilboðið fellur vel að samstarfsverkefni SVÞ og VR „Ræktum vitið“, sem hvetur fyrirtæki í verslun og þjónustu til sí og endurmenntunar til að efla menntun og hæfni starfsfólks – því mannauðurinn er besta samkeppnisforskot greinarinnar.

