Haft er eftir Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ, í Vísi í gær, þann 24. mars, að fjöldi fyrirtækja hafi skellt í lás á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar.
„Fyrir aðrar búðir og þjónustuaðila þá er þetta að hafa gífurleg áhrif. Fyrir verslanir í miðbænum og verslunarmiðstöðum er þetta stórkostlegt fall í eftirspurn sem skiptir tugum prósenta. Mörg fyrirtæki eru að skerða þjónustu, stytta opnunartímann og í sumum tilfellum beinlínis að loka“
Fréttina má lesa í heild sinni hér á Vísi.
Ljósmynd, Baldur Hrafnkell fyrir Vísi