Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Fjölmenni á fundi um ferðamenn frá Kína

Fjölmenni var á fundi sem SVÞ hélt ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Ferðamálastofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu á Grand hótel í morgun undir yfirskriftinni „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína“.

Á fundinum hélt sendiherra Kína á Íslandi erindi þar sem fram kom m.a. mikil fjölgun ferðamanna frá Kína á síðustu árum og að með vorinu munu tvö flugfélög hefja beint flug á milli Íslands og Kína.

Thea Hammerskov, forstöðumaður viðskiptaþróunar Visit Copenhagen kynnti það sem þau hafa verið að gera varðandi markaðssetningu á Kaupmannahöfn til kínverskra ferðamanna og jafnframt Chinavia fræðsluefnið til að aðstoða fyrirtæki við að mæta þörfum þeirra og væntingum. Efnið er opið á netinu og tilvalið fyrir íslensk fyrirtæki að nýta sér það: https://www.wonderfulcopenhagen.com/chinavia

Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu hefur unnið á þessum markaði í fjölmörg ár og miðlað af reynslu sinni og þekkingu varðandi markaðssetningu í Kína.

Að lokum miðlaði Grace – Jin Liu af reynslu sinni, en Grace hefur verið leiðsögumaður fyrir kínverska ferðamenn á Íslandi um árabil.

Fundinum var streymt á Facebook síðu Ferðamálastofu og má sjá hér fyrir neðan. Þarna er mjög mikið af gagnlegum upplýsingum sem fyrirtæki í verslun og þjónustu geta nýtt sér og við hvetjum alla til að horfa.

Erindi sendiherra hefst: -2.10.32

Erindi Thea Hammerskov er í tveimur hlutum og hefst fyrri hlutinn -1:48.20 og síðar hlutinn -1:31:01

Erindi Ársæls Harðarsonar hefst: -1:04:34

Erindi Grace – Jin Liu hefst svo á -29:26 en tæknilegir örðugleikar seinkuðu því að það gæti hafist á tíma.

Exit mobile version