Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Frá lögfræðisviði SVÞ | Verulegar breytingar á smásöluumhverfi nikótínvara.

Frá lögfræðisviði SVÞ

Verulegar breytingar á smásöluumhverfi nikótínvara (m.a. nikótínpúða), rafrettna og áfyllingar fyrir þær.

Upplýsingar frá lögfræðisviði SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

Hinn 24. júní síðastliðinn voru gerðar töluverðar breytingar á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.
Með breytingunum voru nikótínvörur * felldar undir löggjöf um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Undir lok ágústmánaðar setti heilbrigðisráðherra tvær reglugerðir sem útfæra breytingarnar nánar.

Í sem allra stystu máli munu smásöluaðilar þurfa að takast á við eftirfarandi meginbreytingar:

  1. Öllum þeim sem hyggjast halda áfram smásölu varanna eða hefja slíka sölu er skylt að sækja um sérstakt smásöluleyfi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hvern sölustað og mun kostnaður vegna hverrar leyfisveitingar nema 72.864 kr.
  2. Aðeins verður heimilt að selja í smásölu vörur sem hafa innflytjendur eða framleiðendur hafa tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  3. Einungis verður heimilt að selja nikótínvörur sem innihalda að hámarki 20 mg/g af nikótíni.
  4. Smásöluaðilar munu sæta markaðseftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Stofnunin mun innheimta eftirlitsgjald í kjölfar eftirlitsferðar sem nemur 18.216 kr. á klst. auk tilfallandi kostnaðar á borð við ferðakostnað.

Eftirfarandi eru vefslóðir á þær reglugerðir sem hafa verið settar:

Til upplýsingar munu kröfur um merkingar varanna taka gildi hinn 1. desember nk. Þó hefur skylda til að tilgreina hlutfall nikótíns í mg/g og magn nikótíns í hverjum skammti eða púða, á einingapökkum og öllum ytri umbúðum nikótínvara, þegar tekið gildi.

Viðtakendur eru hvattir til að kynna sér efni reglugerðanna vel.

Búist er við því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun muni birta ýmsar upplýsingar á vefsvæði sínu, hms.is.
Nánari upplýsinga má leita hjá Benedikt S. Benediktssyni, lögfræðingi SVÞ, benedik(hjá)svth.is, s. 864-9136.

* Vörur sem innihalda nikótín, hvort sem nikótínið er unnið úr tóbaki eða ekki, og varan inniheldur að öðru leyti ekki efni sem unnin eru úr tóbaki, t.d. nikótínpúði, en er ekki til innöndunar

Exit mobile version