Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Frá ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum

Á ráðstefnu SVÞ um stafræna tækniþróun í flutningageiranum sem haldinn var á Grand hóteli 31. ágúst var rætt m.a. um stöðu flutningageirans og um alþjóðlega þróun sem hefur áhrif á geirann.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra,  fjallaði um þær breytingar sem eru að verða á viðskiptaháttum nýrrar kynslóðar og þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum og gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrritækja. Það er því ögrandi verkefni sem við stöndum nú öll frammi fyrir. Vinnumarkaðinn mun óhjákvæmilega þurfa að aðlaga sig að þessum breytingum.

Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunar fyrirtækinu BLOC, fjallaði um „Blockchain“ tæknina sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum viðskipta og mun valda  straumhvörfum í flutningageiranum.

Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words, kynnti nýja tækni við aðfangastjórnun sem styttir tímann frá upphafstað til áfangastaðar vöru

Ingvar Freyr Ingvarsson fjallaði meðal annars um að  flutningageirinn er stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi, eins og víðast hvar í heiminum. Flutningageirinn gr

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
eiðir um 8,1% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 7% vinnuafls starfar í flutningageiranum.  Rúmlega 6,6%  af landsframleiðslu á Íslandi árið 2015 kom frá flutningageiranum og hefur samanlagt vægi geirans aukist frá árinu 1997 og má rekja aukninguna til aukinnar hlutdeildar farþegaflutninga með flugi og í vörugeymslu og stoðstarfsemi fyrir flutninga.  Ingvar minntist á að það  færi ekki mikið fyrir flutningastarfsemi í daglegri umræðu hér á landi. Samt sem áður er þetta ein mikilvægasta atvinnugrein landsins sem síðan þjónar öllum okkar stærstu atvinnugreinum og tryggir um leið aðgang landsmanna að vörum og þjónustu erlendis frá.

Kynningar fyrirlesara:

Sofia Fürstenberg – Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics

Anne-Claire Blet – „The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver

Ingvar Freyr Ingvarsson – Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf

Exit mobile version