Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB ljúki þann 31. desember nk. sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.
Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar, slóðin er https://ust.is/atvinnulif/efni/ahrif-brexit/.
Við hvetjum aðila sem kunna að hafa skyldum að gegna vegna framleiðslu og/eða markaðsetningar á vörum sem falla undir ákvæði í efnalögum að kynna sér málið.
Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun veita nánari upplýsingar sé þess óskað.