Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í fréttum Bylgjunnar og í umfjöllun á Vísi um jólaverslunina og áhrif sóttvarnayfirvalda á hana.
Hann segir að þrátt fyrir að jólaverslun sé að færast framar, bæði vegna afsláttardaga í nóvember á borð við dag einhleypta, svartan föstudag og netmánudag, og vegna sóttvarnartakmarkana, þá stefni í óefni í desember ef ekki verði tilslakanir á þeim fjöldatakmörkum sem nú eru við lýði.