Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Gengisáhrif krónunnar á erlenda kortaveltu

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnaar nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna í apríl samanborið við 14,6 milljarða í sama mánuði í fyrra en um er að ræða 27,7% vöxt á tímabilinu. Þó ríflega fjórðungs vöxtur sé vissulega töluverð aukning virðist þó nokkuð vera að draga úr þeim mikla hlutfallsvexti sem hefur verið á kortaveltu ferðamanna undanfarin misseri. Vöxtur síðustu þriggja mánaða (febrúar til apríl) frá sama tímabili í fyrra hefur verið 29% en að meðaltali var árlegur hlutfallsvöxtur síðustu 12 mánuði þar á undan 52%. Vöxturinn í apríl er einnig minni í krónum talið en frá apríl 2016 jókst kortaveltan um 4 milljarða samanborið við 5,3 milljarða í apríl í fyrra.

Gengi krónunnar var 17,5% hærra gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum í apríl síðastliðnum borið saman við apríl 2016. Ekki er ótrúlegt að sterkara gengi eigi sinn þátt í því að kortavelta vex minna núna en áður. Til að setja gengisstyrkinguna í samhengi má segja að kortavelta erlendra ferðamanna í apríl hafi aukist um 50% mælt í viðskiptagjaldmiðlum Íslands samanborið við áðurnefnd 27,7% mælt í íslenskum krónum.

Mest jókst erlend kortavelta í bensín, viðgerðir og viðhald, um 76,5% og dagvöruverslun 66,2% í apríl síðastliðnum. Aukning erlendrar kortaveltu dagvöruverslana umfram aðra liði kann að vera til marks um breytt neyslumynstur erlendra ferðamanna en undanfarna mánuði hefur hlutfallsleg aukning erlendrar kortaveltu dagvöruverslana verið töluvert meiri en á erle

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
ndri kortaveltu alls.

Stærsti einstaka liður kortaveltu erlendra ferðamanna eru farþegaflutningar með flugi og nam kortavelta aprílmánaðar 4,5 milljörðum króna og jókst um 38,1% frá apríl í fyrra. Sem fyrr er vakin athygli á því að hluti erlendrar starfsemi innlendra flugfélaga er innifalinn í tölunum.

Erlendir ferðamenn greiddu 33,9% meira með kortum sínum til hótela og gistiheimila í apríl síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Kortavelta flokksins nam 3,3 milljörðum í apríl samanborið við 2,5 í apríl 2016. Þá var kortavelta veitingastaða 1,9 milljarðar króna í apríl eða 34,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.
Aukning kortaveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta sem inniheldur meðal annars þjónustu ýmissa ferðaskipuleggjenda, dagsferðir og fleira var 13% í apríl og nam 2,5 milljörðum í apríl í ár samanborið við 2,2 milljarða í sama mánuði 2016.

Líkt og áður sagði var dagvöruverslun ferðamanna lífleg í apríl en heldur minni vöxtur varð í örðum flokkum verslunar í mánuðinum. Þannig jókst fataverslun um 27,7%, gjafa- og minjagripaverslun um 19,3% og tollfrjáls verslun um 32,6%. Önnur verslun dróst saman um tæplega 1% frá apríl í fyrra.
Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll samkvæmt mælingu ferðamálastofu var ríflega 153.500 í apríl síðastliðnum samanborið við 94.900 ferðamenn í apríl í fyrra. Um er að ræða 61,8% aukningu á milli ára.

Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 121 þús. kr. í apríl, eða um 3% meira en í mars. Það er um 21% lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í apríl eða 168 þús. kr. á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 162 þús. kr. á hvern ferðamann. Svisslendingar koma þar næst með 152 þús. kr. á mann.

Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

Fréttatilkynningin frá RSV

Exit mobile version