Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Hnuplað fyrir sex milljarða | Kveikur

Kveikur - Umfjöllun Hnupl SVÞ

Skipulagðir hópar stela fyrir milljarða!

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur Kveiks í kvöld þar sem sérstaklega var tekið fyrir hnupl í verslunum.  Andrés benti þar á: Að reikna megi með því að hnupl úr búðum jafngildi einu prósenti af veltu í smásölu. Heildarveltan þar er sex hundruð milljarðar króna. „Þannig að við getum reiknað með að þetta séu svona sex milljarðar sem fara í súginn með þessum hætti,“ segir Andrés.

Andrés segist hafa meiri áhyggjur af eðli starfseminnar, því hún beri þess öll merki að vera skipulögð brotastarfsemi og bætir við; „Eins og þetta horfir við okkur þá eru send hérna gengi af glæpahópum erlendis til að stunda svona starfsemi. Og eftir að það er kannski búið að taka handtaka þau tvisvar eða þrisvar fyrir brot af þessu tagi eru þau horfin á braut, koma aldrei til Íslands aftur, vonlaust að ná í þau og aðrir komnir á vaktina.“

SMELLTU HÉR til að horfa á allan þáttinn.

 

Exit mobile version