„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“
VÍSIR.is – Atvinnumál birtir í dag áhugavert viðtal við Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunar og stjórnendamarkþjálfi og fráfarandi framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Deloitte um breytingar á kröfum einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda.
Herdís segir þar m.a.;
„Einstaklingar eru orðnir skýrari með fyrir hverja þeir vilja starfa og við hverja þeir vilja eiga viðskipti.“
Í raun þýðir þetta að valdahlutföllin eru að breytast; Að færast frá vinnuveitendum og meira yfir til einstaklinga. Þar sem allt hefur áhrif; umhverfismálin, stuðningur við fjölbreytileika, jafnrétti kynja, gegnsæi í launasetningu, virðingu í samskiptum, stuðning við sveigjanleika og velsæld og fleira.
Hún bendir einnig á að allt haldist þetta í hendur og segir:
„Trúverðug forysta, góð stjórnun, góð þjónusta og svo framvegis er því ekki bara eitthvað sem er smart að hafa heldur algjörlega nauðsynlegt og hefur áhrif á ímynd vinnustaða, árangur í rekstri, hversu vel þeim gengur að halda í vinnuafl og viðskiptavini og hversu viljugir fjárfestar eru að fjárfesta í þeim.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
Herdís Pála skrifaði bókina Völundarhús tækifæranna ásamt Dr Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur en þær gáfu félagsfólki SVÞ góða innsýn inní framtíðarheim starfa á fyrirlestrinum sínum þann 17.nóvember s.l.
Þú getur nálgast fyrirlesturinn HÉR!
ATH! Þú þarft að vera skráð/ur inná innri vef SVÞ til að hafa aðgang að öllu innra efni – sjá nánari HÉR!