Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er

Íslenski neytandinn ekki að sýna merki um samdrátt

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, 7. nóvember 2025.

Sagði Benedikt þar m.a. að þrátt fyrir verðhækkanir og aukinn rekstrarkostnað finni verslunarmenn ekki fyrir verulegum samdrætti. „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt enn sem komið er,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að hegðun neytenda sé þó að breytast – til dæmis með því að innkaup séu frestuð til mánaðamóta og fólk annað hvort kaupi ódýrari útgáfur innan sama vöruflokks eða nýti afsláttartímabil betur. „Það skiptist í tvennt, það er tilfærsla yfir á ódýrari hluta vara í sama vöruflokki. Það er þróun sem er búin að eiga sér stað síðustu tvö ár,“ segir Benedikt.

Jólaverslunin er hafin og fyrstu merki benda til að hún fari betur af stað en margir áttu von á. „Fyrstu merki eru allavega ekki að neytendur séu að halda að sér höndum,“ segir Benedikt.

LESTU ALLA FRÉTTINA INN Á VISI HÉR

Exit mobile version