Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Könnun Stafræna Hæfniklasans og SVÞ um stafræna hæfni stjórnenda og fyrirtækja

Félagsmenn SVÞ munu í dag fá senda könnun í tölvupósti um stafræna hæfni sem unnin er fyrir Stafræna Hæfniklasann í samstarfi við SVÞ.

Könnunin er byggð á spurningum þróuðum af Center for Digital Dannelse og byggja á DigComp módeli um stafræna hæfni sem er á vegum Evrópusambandsins.

Meginmarkmið könnunarinnar er að leggja mat á almenna stafræna hæfni stjórnenda og á hvaða sviðum er þörf á aukinni hæfni til að efla stafræna hæfni fyrirtækja og stjórnenda í verslun og þjónustu.

Þessi könnun er hluti af stærra verkefni þar sem megin markmið er að efla íslensk fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk í stafrænni hæfni og tryggja það að við séum meðal þeirra fremstu í heimi í nýtingu stafrænnar tækni til að tryggja samkeppnishæfni og lífsgæði.

Prósent sér um framkvæmd könnunar og fer eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja þar sem sérstaklega er unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Einn heppinn þátttakandi hlýtur 30.000 kr. bankagjafakort.

Exit mobile version