Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Kortavelta ferðamanna aldrei meiri en í júní

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar vegna  júní sl. nam erlend greiðslukortavelta tæpum 26 milljörðum króna samanborið við rúmlega 18 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða rúmlega 40% aukningu á milli ára. Kortavelta erlendra ferðamanna í júní er sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var í júlí í fyrra, tæpir 24 milljarðar.

Aukning var í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum að meðaltali um 44% á milli ára. Töluverð aukning var í kortaveltu ferðamanna í dagvöru og vörðu ferðamenn í júní tæpum milljarði í þann útgjaldalið,  eða rúmlega 68% meira en í sama mánuði í fyrra. Það sem að af er ári hafa ferðamenn varið rúmlega 11,6 milljörðum í verslun á Íslandi, sem að er rúmlega 3 milljörðum meira en fyrir sama tímabil í fyrra.

Kortavelta ferðamanna í flugferðum rúmlega tvöfaldaðast á milli ára, áttunda mánuðinn í röð og var vöxturinn í júní um 105% á milli ára. Rétt er að taka það fram

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
að hluti þeirrar greiðslukortaveltu sem fellur undir liðinn er greiðsla fyrir þjónustu sem innt er af hendi utan landsteinanna. Ferðamenn vörðu í júní rúmlega fimm milljörðum í gistiþjónustu, eða um 34% meira en á sama tíma í fyrra. Ferðamenn sækja enn meira í tónleika, viðburði, leik- og kvikmyndahús og var kortavelta ferðamanna 84% meiri en í júní í fyrra.

Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 100 milljarða króna með kortum sínum, mest í flugferðir eða um 19 milljarða, gistiþjónustu tæplega 18 milljarða og 11,6 milljarða króna í verslun.

Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 36,8% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Kortavelta eftir þjóðernum

Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir 139 þús. kr. í júní, eða um 13% lægri en í maí. Það er um 4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 2% á milli ára.

Líkt og síðustu mánuði keyptu ferðamenn frá Sviss að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 245 þús. kr. á hvern ferðamann. Hollendingar eru í öðru sæti með 167 þús. kr. á hvern ferðamann. Norðmenn koma þar næst með 157 þús. kr. Athygli vekur að meðaleyðsla ferðamanna frá öðrum löndum er 175 þús. kr. á hvern ferðamann.

Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni  Sverrir  Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868- 4341.

Exit mobile version