Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SVÞ 2024

Framboð til stjórnar SVÞ 2024

Rafræn kosning í stjórn SVÞ 2024 hefst 28. febrúar 2024 kl. 12:00 og stendur til kl 12:00 þann 12. mars nk. Félagsaðilar munu fá senda tilkynningu við upphaf kosningar en í henni munu m.a. koma fram upplýsingar um hvernig atkvæði verða greidd.

Hver félagsaðili fer með atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2023. Hverjum heilum 1.000 krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með greiðslu vangoldinna félagsgjalda ársins 2023.

Í framboði til stjórnar SVÞ 2024-2026 eru:

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.

Brynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan sem er heildsala á lyfja-, heilsuvöru og neytendavörumarkaði. Hann hefur starfað hjá Artasan frá 2007. Fyrst sem sölu og markaðsstjóri og svo sem framkvæmdastjóri frá 2011. Þar áður vann hann sem ráðgjafi hjá Accenture í London, Bretlandi. Brynjúlfur er með MBA og B.Sc. í Alþjóðamarkaðsfræði frá Háskóla Reykvíkur.

Brynjúlfur hefur stýrt Artasan í gegnum miklar breytingar og vöxt ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn Veritas, móðurfélags Artasan. Hann situr líka í stjórn Stoð ehf. Hann hefur því víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, atvinnurekstri og hagsmunabaráttu.

Frá 2015 hefur hann verið virkur í starfi SVÞ, fyrst sem formaður lausasölulyfjahóps SVÞ og barist fyrir auknu frelsi í sölu og markaðssetningu lausasölulyfja og einföldun á regluverki lyfja á Íslandi. Hann hefur setið í stjórn SVÞ frá 2022.

„Ég trúi því að íslensk fyrirtæki eigi að njóta álíka laga- og rekstrarumhverfis og er í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Erlend samkeppni er stöðugt að aukast og því vil ég standa vörð um íslenska verslun og gera rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja hagkvæmari með því að ýta úr vegi óþarfa hindrunum sem auka kostnað sem lendir að lokum á neytendum. Einnig þarf að huga að framþróun tæknimála og hvaða áhrif sú þróun mun hafa á getu fyrirtækja við að innleiða nýjar tæknilausnir og að starfsfólk hafi aðgang að nauðsynlegri menntun til að geta orðið þátttakendur í samfélagi morgundagsins.

Ég hef mikla reynslu og þekkingu af lyfjamarkaðnum, heildsölustarfsemi og sölu og markaðsmálum sem ætti að nýtast SVÞ. Ég býð því áfram krafta mín í stjórn SVÞ.“ ~ Brynjúlfur Guðmundsson.

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs – og samskiptasvið Eimskipafélag Íslands hf.

Edda hefur verið framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips síðan snemma árs 2020 en sviðinu tilheyra mannauðs-, markaðs-, samskipta- og sjálfbærnimál ásamt þjónustustefnu. Áður starfaði hún sem markaðs- og samskiptastjóri félagsins. Edda hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún starfaði í 8 ár í upplýsingatæknigeiranum sem sérfræðingur í verslunarlausnum og þá starfaði hún hjá Íslandsbanka í ýmsum hlutverkum í rúm 12 ár, síðast sem forstöðumaður sölu og viðskiptastýringar á Fyrirtækja- og fjárfestasviði.

Edda er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er varaformaður Samtaka verslunar og þjónustu og situr í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka Atvinnulífsins.

„Til að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja í þeim hröðu breytingum sem eru að eiga sér stað í alþjóðlegu atvinnulífi þarf að hafa ríka aðlögunarhæfni, huga vel að mannauði, fylgja örum tæknibreytingum og þróun í sjálfbærnimálum. Þá þarf rekstrarumhverfið að vera hvetjandi og sanngjarnt. Samtök verslunar og þjónustu eru afar mikilvægt afl til gæta hagsmuna fyrirtækja í þessum þáttum. Ég hef setið í stjórn SVÞ síðustu tvö ár og tel að reynsla mín og þekking komi að góðum notum í stjórninni til að efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.“ ~ Edda Rut Björnsdóttir

_____________________________________________________

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Einar hefur frá því í byrjun árs 2023 verið framkvæmdastjóri Sólar ehf. sem er eitt af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins með um 500 starfsmenn. Sólar hefur verið leiðandi í umhverfisvernd auk þess að hafa 10 ár í röð verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja.

Eftir útskrift frá Tækniskólanum með BSc gráðu iðnaðartæknifræði starfaði Einar í nokkur ár við verkefnastjórnun og í sölu- og markaðsmálum m.a. hjá Tal. Síðastliðin 20 ár hefur Einar hins vegar borið ábyrgð á stjórnun og rekstri sem forstöðumaður hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og framkvæmdastjóri Fastus ehf. í 6 ár á miklu vaxtarskeiði fyrirtækisins. Einar hefur því víðtæka rekstrar- og stjórnunarreynslu í þjónustu, bankastarfsemi og í innflutningi. Auk þess hefur Einar bætt við sig MBA gráðu frá HÍ og námi hjá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður.

„Ástriða mín hefur legið í almennum fyrirtækjarekstri, mannauðsmálum og umbótavinnu. Ég hef alltaf verið virkur í félagsstörfum en þar má helst nefna stjórnarseta í félagi MBA nema frá HÍ, stjórnarstörf í körfuknattleiksdeild Keflavíkur og vorið 2023 var ég kosinn í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands. Auk þess hef ég sinnt fjölmörgum öðrum stjórnarstörfum undanfarin 15 ár svo sem hjá Keili – háskólabrú. Og ekki má gleyma helstu áhugamálunum skíða- og golfiðkun“.

„Helstu áherslumál mín innan stjórnar SVÞ, fengi ég til þess kosningu, yrðu að auka samkeppnishæfni verslunar- og þjónustu, til hagsbóta fyrir neytendur, með áherslu á menntun, starfsþjálfun og tækninýjungar. Einnig tel ég nauðsynlegt að styðja við útboðsmarkað hins opinbera með faglegu aðhaldi og stuðla að skynsamlegu regluverki fyrirtækja í umhverfis- og jafnréttismálum“. ~ Einar Hannesson 

 

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar

Sem framkvæmdastjóri Krónunnar síðastliðið ár hef ég fengið að kynnast hinu ötula og upplýsandi starfi sem SVÞ leysir af hendi fyrir aðildarfélög sín. Starf SVÞ er gífurlega mikilvægt þar sem samtökin gegna því veigamikla hlutverki að gæta hagsmuna fyrirtækja og hefur það eflaust sjaldan verið eins krefjandi og á tímum sem þessum þar sem mikil óvissa og tíðar breytingar einkenna umhverfi fyrirtækjareksturs. Breytt heimsmynd vegna átaka, áhrifa af heimsfaraldri og pólitískri ólgu, ásamt breyttum áherslum milli kynslóða og sífelldri þróun í tækni og vísindum, gera þá kröfu á fyrirtæki að sífellt aðlagast og þróa sig áfram. Hagsmunasamtök eins og SVÞ spila þá lykilhlutverk í því að styðja við fyrirtækin og stuðla að framþróun, sérstaklega þegar kemur að nýjungum og breyttum hugsunarhætti til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

„Ég myndi líta á það sem mikinn heiður að taka þátt í sterku starfi SVÞ sem stjórnarkona og fá tækifæri til að hafa áhrif og stuðla að framþróun í þessu gífurlega spennandi umhverfi sem rekstur og þjónusta er.“ ~ Guðrún Aðalsteinsdóttir

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla

Harpa er framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla ehf., sem hefur hjálpað sveitafélögum, stofnunum og öllum stærðum og gerðum fyrirtækja að finna reynda sérfræðinga, stjórnendur og ráðgjafa í tímabundin verkefni og hlutastörf. Með Hoobla fæst aukinn sveigjanleiki og hagræðing fyrir vinnustaði. Í dag hafa vinnustaðir aðgang að yfir 500 sérfræðingum sem eru í samstarfi við Hoobla.
Harpa hefur mikla þekkingu á störfum og starfsumhverfi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda og ráðgjafa.

Áður en Harpa stofnaði Hoobla starfaði hún í 15 ár hjá ORF Líftækni hf. og Bioeffect ehf. á sviði fjármála og mannauðsmála og var mannauðsstjóri félaganna áður en hún stofnaði Hoobla árið 2021.

Harpa hefur komið að verslun og þjónustu frá nokkrum hliðum. Fyrst sem dóttir skókaupmanns í Skóbúð Keflavíkur, sem afgreiðslukona í skóbuð, í störfum fyrir sölu-og þjónustudrifin fyrirtæki – t.d. Garra ehf., ORF Líftækni hf./Bioeffect ehf. og svo fyrir hennar eigið fyrirtæki Hoobla ehf.

“Ég er dæmi um manneskju sem hef unnið mig upp í starfi. Mín fyrstu skref á vinnumarkaði voru í fiskvinnslu ásamt því að starfa í skóbúð móður minnar. Á menntaskólaárum vann ég í sumarstarfi hjá Starfsmannahaldi Varnarliðsins. Ég lauk stúentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Fyrsta árið eftir stúdentspróf starfaði ég í skóverslun bróður míns í Kringlunni, Eurosko. Þar á eftir starfaði ég við innheimtu i 3 ár fyrir heildverslunina Garra ehf. Meðfram starfi hjá ORF Líftækni menntaði ég mig fyrst í viðskiptafræði og lauk svo meistaragráðu í mannauðsstjórnun.

Ég leitast alltaf við að gera betur í dag en í gær. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að styrkja enn frekar starfsemi SVÞ og SA ásamt því að vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem eru framundan innan samtakanna. Ég hef mikinn metnað í eigin starfi, metnað fyrir öflugu íslensku atvinnulífi og fyrir öflugum íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess að ég sækist eftir að sitja í stjórn SVÞ er fyrst og fremst ástríða mín fyrir að hafa jákvæð áhrif inn í íslenskt atvinnulíf.“ ~ Harpa Magnúsdóttir.

 

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri Dögum

Ég vil gjarnan gefa kost á mér í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) til næstu tveggja starfsára.

Kröftugur og sjálfbær atvinnurekstur er mikilvægur hverju samfélagi og forsenda hagsældar og lífsgæða á Íslandi. Ég bíð krafta mína, þekkingu, reynslu og metnað til setu í stjórn SVÞ. Á þeim vetvangi vil ég vinna að samkeppnishæfu rekstrarumhverfi sem stuðlar að aðrbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bætir lífskjör allra.

Ég bý yfir 25 ára reynslu sem stjórnandi í fyrirtækjum í þjónustugeiranum, þar af 10 ár sem forstjóri, hjá Samskipum og nú hjá Dögum. Ég þekki vel leikreglur, stjórnsýslu og umgjörð atvinnurekstrar á Íslandi og í Evrópu. Á ferli mínum hef ég gengt margþættum trúnaðarstörfum fyrir hönd hagsmunasamtaka atvinnulífsins sem munu nýtast vel á vettvangi stjórnar SVÞ..

Ég er með meistaragráðu (MSc) í verkfræði frá KIT í Þýskalandi og viðskiptafræðigráðu (MBA) frá Háskóla Íslands.

Sjá LinkedIn prófíl.

 

 

 

 

 

Exit mobile version