Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Málstofa SA um vinnutímastyttingu skv. kjarasamningum

Vinnutímastytting

Vinnutímastytting samkvæmt kjarasamningum SA við VR og LÍV kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að samkomulag verði gert á vinnustöðum um fyrirkomulag styttingar fyrir 1. desember.

Kynningarefni Samtaka atvinnulífsins er aðgengilegt á vinnumarkaðsvef SA.

Ýmsir valkostir eru við innleiðingu vinnutímastyttingar og mjög mikilvægt fyrir atvinnurekendur og launafólk að vel takist til.

Samtök atvinnulífsins bjóða því stjórnendum aðildarfyrirtækja upp á námskeið/málstofur þar sem farið verður yfir góða framkvæmd vinnutímastyttingar. SA munu leita til valinna fyrirtækja um að kynna hugmyndir/áform um framkvæmdina og góður tími verður fyrir umræður.

Fjórða málstofan verður 4. nóvember kl. 10.30-12.00 og sú fimmta 8. nóvember. Fleirum verður bætt við ef þörf krefur. Athugið að sama efnið er til umfjöllunar á hverri málstofu.

Málstofan fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Hyl á 1. hæð. Allt að 50 geta tekið þátt í hvert sinn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 4. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 8. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00

Exit mobile version