Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Menntadagur atvinnulífsins 2017

NÝJASTA MÁLTÆKNI & VÍSINDI
Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar  á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá og skráning hér að neðan.

DAGSKRÁ KL. 8.30-10.15

Íslensk máltækni og atvinnulífið
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Ávarp menntamálaráðherra
Kristján Þór Júlíusson.

Íslenska í stafrænum heimi
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Áhrif máltækni á rekstur og þjónustu fyrirtækja
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.

Á íslensku má alltaf finna svar
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld.

Að tala íslensku við tölvur
Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Málið og atvinnulífið
Guðfinna S. Bjarnadóttir

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins.
Menntafyrirtæki ársins 2017 verður valið ásamt Menntasprota ársins.

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokinni sameiginlegri dagskrá verður boðið upp á kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

Eftir kaffihlé verður boðið upp á þrjár áhugaverðar málstofur.

MÁLSTOFUR KL. 10.45-12.15

HÆFNI, FRÆÐSLA OG ARÐSEMI Í FERÐAÞJÓNUSTU

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
David Allen, framkvæmdastjóri Fólks í fyrirrúmi (e. People 1st), Skotlandi.
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Pallborðsumræður þar sem þátt taka Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Ásberg Jónsson, stjórnarformaður og stofnandi Nordic Visitor, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna -og gæðasviðs Icelandair hótela og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnámssetursins í Borgarnesi.
Fundarstjóri er Óskar Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.
Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulfsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

FAGHÁSKÓLINN

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent.
Runólfur Ágústsson, ráðgjafi mennta og menningarmálaráðuneytis.
Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála VR.
Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Fundarstjóri er Pétur Reimarsson forstöðumaður hjá SA

TÆKNIÞRÓUN OG BREYTTAR ÁHERSLUR Í MENNTAMÁLUM

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur hjá Tröppu.
Ingvi Hrannar Ómarsson, Grunnskólum Skagafjarðar.
Ingvi Ásgeirsson og Trausti Björn Ríkharðsson hjá BL.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Fundarstjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Skráning á vef SA.

 

Exit mobile version