Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Menntafyrirtæki ársins 2017 kynnir áherslur sínar í menntamálum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu.

Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins í febrúar.

Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Heitt verður á könnunni og létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15.

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Exit mobile version