Matvælstofnun (MAST) birtir í dag sérstaka frétt um stöðu mála vegna matvæla og hráefniskorts vegna stríðsins í Úkraínu.
Þar segir m.a. vegna stríðsins í Úkraínu standa ýmsir matvælaframleiðendur frammi fyrir skorti á vissum hráefnum, einna helst sólblóma olíu og sólblóma lesítíni. Þess vegan getur komið upp sú staða að breyta þarf uppskriftum samsettra vara með litlum fyrirvara. Í mörgum tilfellum eiga framleiðendur lager af forprentuðum matvælaumbúðum með innihaldslistum í samræmi við hefðbundna uppskrift. Íslensk stjórnvöld vilja því koma til móts við framleiðendur og innflytjendur með ákveðinn sveigjanleika við framfylgd löggjafar um matvælaupplýsingar (merkingar matvæla) sem kveður á um að innihaldslistar skuli tilgreina öll innihaldsefni vöru og ekki önnur.
Tímabundið, á meðan ástandið varir, er mögulegt fyrir matvælafyrirtæki sem verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins í Úkraínu að nota áfram forprentaðar umbúðir að nokkrum skilyrðum uppfylltum:
- Að kröfur varðand ofnæmis- og óþolsvalda séu alltaf virtar svo ekki skapist hætta fyrir neytendur
- Að framleiðendur séu sannarlega að verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins og geti ekki fengið sama hráefni annarsstaðar frá.
- Ef útskipti hráefnis hefur veruleg áhrif á umrædd matvæli og/eða ef óerfðabreyttum hráefnum er skipt út fyrir erfðabreytt, verða framleiðendur að upplýsa neytendur á einhvern hátt um það s.s. með skiltum í verslunum eða annarskonar upplýsingagjöf, t.d. á heimasíðu eða samfélagsmiðlum auk þess að sinn eftirlitsaðila (Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirlit) um það.
- Eftir sem áður eru matvælafyrirtæki ábyrg fyrir því að öll hráefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla uppfylli almennar kröfur matvælalöggjafar s.s. um öryggi og efnainnihald og að rekjanleiki sé ávallt tryggður.