Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Merkingar matvæla og hráefnaskortur vegna stríðsins í Úkraínu

Skortur á hráefnum - merkingar á matvælum

Matvælstofnun (MAST) birtir í dag sérstaka frétt um stöðu mála vegna matvæla og hráefniskorts vegna stríðsins í Úkraínu.

Þar segir m.a. vegna stríðsins í Úkraínu standa ýmsir matvælaframleiðendur frammi fyrir skorti á vissum hráefnum, einna helst sólblóma olíu og sólblóma lesítíni. Þess vegan getur komið upp sú staða að breyta þarf uppskriftum samsettra vara með litlum fyrirvara. Í mörgum tilfellum eiga framleiðendur lager af forprentuðum matvælaumbúðum með innihaldslistum í samræmi við hefðbundna uppskrift. Íslensk stjórnvöld vilja því koma til móts við framleiðendur og innflytjendur með ákveðinn sveigjanleika við framfylgd löggjafar um matvælaupplýsingar (merkingar matvæla) sem kveður á um að innihaldslistar skuli tilgreina öll innihaldsefni vöru og ekki önnur.

Tímabundið, á meðan ástandið varir, er mögulegt fyrir matvælafyrirtæki sem verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins í Úkraínu að nota áfram forprentaðar umbúðir að nokkrum skilyrðum uppfylltum:

SJÁ HEILDARFRÉTT HÉR

Exit mobile version