Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru 40% af heild­ar­sölu fólks­bíla.

Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neyt­end­ur flykkj­ast nú í bílaum­boðin til að tryggja sér raf­bíl áður en þeir hækka um ára­mót­in þegar virðis­auka­skatt­ur verður lagður á þá og hver bíll hækk­ar um 1.320.000 kr.

Í viðtalinu gagn­rýn­ir María stjórn­völd fyr­ir að hafa ekki enn sýnt á spil­in um mögu­leg­ar íviln­un­araðgerðir til mót­væg­is við álagn­ingu skatts­ins.

„Við vit­um ekki hvaða leið stjórn­völd ætla að fara,“ seg­ir María Jóna Magnús­dótt­ir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja raf­bíla sem selja á í upp­hafi 2024 og eru jafn­vel á leiðinni til lands­ins.

Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Exit mobile version