Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ölgerðin kolefnishlutlaus fyrir árið 2040

Ölgerðin, sem hef­ur verið í fram­varðarsveit ís­lenskra fyr­ir­tækja á sviði sjálf­bærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt.

Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hef­ur mælt og fylgst náið með los­un frá öll­um rekstri frá ár­inu 2015 og hef­ur á þeim tíma minnkað kol­efn­is­spor sitt um 65%. Fyr­ir­tækið geng­ur nú enn lengra og hef­ur lagt í um­tals­verða vinnu við að ná utan um kol­efn­is­spor virðiskeðjunn­ar út frá vís­inda­leg­um viðmiðum Science Based Tar­gets.

Niðurstaðan er sú að eig­in rekst­ur Ölgerðar­inn­ar leiðir af sér und­ir 10% af áhrif­um en yfir 90% verða til í aðfanga­keðjunni sjálfri. Þannig má nefna að um 35% af kol­efn­is­spor­inu sem mæl­ist er vegna fram­leiðslu á umbúðum.

Vilja sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi

„Það er mik­il­vægt að fyr­ir­tæki komi að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Við höf­um sett okk­ur þessi mark­mið og nú er ekki aft­ur snúið. Þessu verður náð m.a. með orku­skipt­um sem er nú þegar hafið og með því að setja all­an kraft í það að bæta ferla fyr­ir­tæk­is­ins út frá hringrása­hag­kerf­inu, frá hrá­efn­um og umbúðum til end­ur­vinnslu. Við vilj­um sína öðrum fyr­ir­tækj­um gott for­dæmi en Ísland mun aldrei ná lofts­lags­mark­miðum sín­um nema að fyr­ir­tæk­in taki þátt,“ er haft eft­ir Andra Þór Guðmunds­syni, for­stjóra Ölgerðar­inn­ar

LESIÐ ALLA GREININA HÉR

Mynd: MBL.is

Exit mobile version