Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is

Exit mobile version