Persónuvernd hefur birt í Stjórnartíðindum breytingar á reglum um rafræna vöktun sem heimila lengri varðveislu myndefnis í verslunum. Með breytingunni er hámarksvarðveislutími lengdur úr 30 dögum í 90 daga.
SVÞ hefur unnið að þessari breytingu, enda hefur stuttur varðveislutími ítrekað reynst hindrun í lögreglurannsóknum og við uppljóstrun mála sem tengjast þjófnaði, ofbeldi og öðru ólöglegu athæfi í verslunum.
Lengri varðveislutími styrkir öryggi starfsfólks og viðskiptavina, bætir réttarstöðu fyrirtækja og eykur möguleika lögreglu á að vinna mál til lykta. SVÞ fagnar niðurstöðunni sem mikilvægu skrefi í átt að raunhæfara og sanngjarnara regluverki fyrir verslun og þjónustu.
Nánari upplýsingar um breytingarnar má finna á vef Persónuverndar HÉR!

