Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í smásöluverslun um jólin á föstu verðlagi.

Jólagjafainnkaup 2023

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í jólaverslun 2023 miðað við fast verðlag.

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi byrjað að versla fyrr vegna tilboðsdaga eins og Dagur einhleypra, Svartur föstudagur eða Rafrænn mánudagur, gefa hækkandi verðbólga og stýrivextir til kynna varfærnari neyslu.

Einkaneysla hefur hækkað um 12,9% á árinu, aðallega vegna hækkunar á vöruverði. Nýleg könnun RSV og Prósent sýna að Íslendingar hyggjast eyða 12.000 kr. minna í jólagjafir í ár en í fyrra, eða um 99.000 kr. á mann í stað 111.000 kr.

Lækkunin er hlutfallslega mest hjá eldri borgurum, en konur eru líklegri til að eyða meira en karlar.  Jólaverslun í ár er spáð að verði 135,9 milljarðar króna, en var 126,1 milljarður króna árið áður. RSV notar gögn um kaupmátt launa, vísitölu neysluverðs, kortaveltu, einkaneyslu og virðisaukaskattsskýrslur til spár sinnar.

Sjá nánar frétt inná vef Rannsóknasetur verslunarinnar: Spá um jólaverslun 2023 (rsv.is)

*Mynd frá RSV.is

Exit mobile version