Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ sagði hljóðið í kaupmönnum ljómandi gott þegar hann var spurður í fréttum RÚV í gærkvöldi. Hann sagði enga ástæðu til svartsýni í röðum kaupmanna. Aðspurður um helstu þætti sem hefðu áhrif á jólaverslun sagði Andrés „eins og staðan er hjá okkur í dag þá er nýbúið að gera kjarasamninga sem færir fólki aukinn kaupmátt, það er stöðugleiki framundan í þjóðfélaginu. Allar ytri ástæður eru þannig að það eru engar ástæður til að ætla annað en að jólaverslun fyrir þessi jól verði mjög öflug.“ Andrés segir verulega breytingu að verða á neyslumynstri og hegðun neytenda, bæði séu stórir alþjóðlegir verslunardagar afgerandi í verslun, Black Friday, Cyber Monday og fleiri dagar auk þess sem sífellt stærri hluti verslunar sé að færast á netið.

Fréttina má sjá hér – smellið á 00:07:44 – Jólavertíðin, undir myndbandinu til að fara á réttan stað.

Exit mobile version