Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Samkaup er menntafyrirtæki ársins | Menntaverðlaun Samtaka atvinnulífsins 2022

Samkaup hlítur Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022

Samtök verslunar og þjónustu fagna því sérstaklega að Samkaup er menntafyrirtæki ársins 2022 sem voru hátíðlega afhend af Forseta Íslands á Menntadegi atvinnulífsins í gær.

Frá því Samkaup vann menntasprota atvinnulífsins árið 2020 hefur uppbyggingarstarfinu verið haldið áfram með þeirri niðurstöðu að Samkaup eru menntafyrirtæki ársins 2022. Markvissar mælingar fara fram á árangri í þjálfun og þróun starfsmanna sem staðfesta jákvæða og mjög sterka stöðu í fræðslu og þjálfunarmálum innan Samkaupa.

Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins kemur fram að Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 1400. Í rekstri verslana á dagvöru-markaði felast margar áskoranir þar sem grunnurinn að gæðum og góðri þjónustu er fjölbreytni og sveigjanleiki til að uppfylla fjölþættar þarfir viðskiptavinanna í öllum byggðum landsins.

Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Í þessu skyni er unnið jöfnum höndum með skipulagða fræðslu innan fyrirtækisins en einnig í samstarfi við ytri fræðsluaðila þar sem starfsfólk getur stundað nám með vinnu og um leið skapað sér grunn til áframhaldandi náms síðar meir. Mikilvægt er að Samkaup veita starfsfólki sérstakan stuðning í þessu skyni.

Með því að styrkja einstaklinga til starfsþróunar er einnig lagður grunnur að framtíðar leiðtogum innan fyrirtækisins og menntunarstig innanfyrirtækisins hækkar sem aftur skilar sér í eftirsóknarverðum vinnustað, starfsánægju og jákvæðu viðhorfi starfsfólk til þeirra færni sem mikilvæg er í kaupmennsku, þjónustu og verslunarrekstri almennt. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins

Ljóst er að Samkaup gera sér grein fyrir því að mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og blómstri hún blómstrar fyrirtækið.

Til hamingju Samkaup!

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT FRÁ SA.IS

Mynd: Frá Samtökum atvinnulífsins

Exit mobile version