Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.