Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Örráðstefna: Stafræn þjónusta – spennandi möguleikar

Þjónusta sem áður hefur verið veitt á staðnum er sífellt meira að færast yfir á stafrænan vettvang. SVÞ býður til örráðstefnu til að ræða starfræna umbreytingu í þjónustu.

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:30-10:00

Þjónusta sem áður hefur verið veitt á staðnum er sífellt meira að færast yfir á stafrænan vettvang. Þó að ekki sé hægt að klippa viðskiptavini eða nudda þá í gegnum netið eru fjölmargar aðrar þjónustur vel til þess fallnar að nýta sér stafrænar lausnir og þar með stækka markaðssvæðið, spara kostnað o.fl. SVÞ fær til sín góða gesti til að ræða stafræna umbreytingu á þjónustu og meðal annars heyrum við frá þremur nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að brjóta blað í því hvernig þjónusta er nú veitt í gegnum netið. 

 

Arndís Thorarensen frá Parallel: Leiðin að árangursríkri stafrænni þjónustu

Stafræn þjónusta og krafa um hraðar breytingar krefst nýrrar hugsunar á þjónustuupplifun og framkvæmd verkefna. Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér nýsköpun í þjónustuframboði og hvernig hægt er að breyta skipulagi til að framleiða stafræna ferla sem mæta væntingum neytenda. 

 

Sögur frá fyrirtækjum sem gert hafa spennandi hluti í stafrænni þjónustu:

 

Mín líðan: Sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan veitir sálfræðimeðferð við þunglyndi og félgaskvíða og er öll þjónustan veitt í gegnum netið. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur segir frá fyrirtækinu, en Sveinn Óskar hefur unnið með fyrirtækinu m.a. að sölu- og markaðsmálum.

 

Kara connect: Hugbúnaður fyrir sérfræðinga í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu

Kara connect gerir meðferðaraðilum í heilbrigðs-, velferðar- og menntakerfinu kleift að vinna með fólki í gegnum netið. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara connects segir okkur frá.

 

AwareGO: Tölvuöryggisþjálfun (e. cyber security awareness training)

AwareGO færir tölvuöryggisþjálfun úr löngum (leiðinlegum) fyrirlestrum yfir í stutt myndbönd sem deilt er markvisst í gegnum netið. Ragnar Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri segir okkur frá.

 

SKRÁNING HÉR:

* indicates required




Exit mobile version